1957: Benkö-mótið

Pal Benkö sigurvegari í Hafnarfirði

Svo sem kunnugt er, þá gekkst Taflfélag Hafnarfjarðar fyrir all myndarlegu skákmóti nú á s.l. sumri. Þátttakendur voru 10, þar af tveir erlendir skákmeistarar, þeir Herman Pilnik frá Argentínu og Pal Benkö frá Ungverjalandi. Af íslenzku keppendunum voru fjórir frá Hafnarfirði og fjórir úr Reykjavik, þar á meðal Friðrik Ólafsson og Ingi R. Jóhannsson.

Mótið hófst 18. ágúst og stóð til 1. september. Var teflt í Góðtemplarahúsinu í Hafnarfirði og voru allar aðstæður þar hinar ákjósanlegustu fyrir keppendur. Þá var komið fyrir sýningarborðum fyrir áhorfendur og einstakar skákir útskýrðar.

Úrslit mótsins urðu þau, að efstur varð ungverski skákmeistarinn Pal Benkö með 8 vinninga. Vann hann 7 skákir, gerði tvö jafntefli en tapaði engri skák. Verður það að teljast glæsileg útkoma. Meðal þeirra, er Benkö sigraði var Herman Pilnik. Tefldu þeir saman í 4. umferð og varð skák þeirra hin fjörugasta. Benkö, sem lék svörtu mönnunum, fórnaði snemma manni í skrákinni. Náði hann síðan sterkri sókn upp úr mannsfórninni, og eftir 36 leiki gafst Pilnik upp. Má segja, að þessi skák hafi ráðið hvað mestu um úrslit mótsins.

Í 2.-3. sæti voru Friðrik Olafsson og Herman Pilnik með 7 1/2 v. Tapaði Friðrik engri skák, en gerði þrjú jafntefli. Friðrik tefldi yfirleitt rólegar skákir í móti þessu, lagði aðal áherzlu á að byggja upp traust tafl og vann svo oftast á stöðuyfirburðum. Þó brá stöku sinnum fyrir skemmtilegum mannsfórnum, eins og t. d. í skák hans við Arna Finnsson. Pilnik varð jafn Friðriki eins og fyrr segir. Skákir hans voru flestar mjög fjöruguar og yfirleitt var hann vel að sigrinum kominn í þeim flestum, en í skák sinni við Inga R. mátti hann þó þakka heppninni einskærri fyrir að tapa ekki. En í þeirri skák lentu báðir keppendur í einhverri þeirri hatrömmustu tímaþröng, sem sézt hefur.

Í fjórða sæti kemur svo Ingi R. Jóhannsson með 5 vinninga. Ingi fór vel af stað, en gekk illa síðari hluta mótsins. Eins og fyrr segir var hann að vísu mjög óheppinn að vinna ekki skák sína við Pilnik. Virðist því frammistaða Inga í mótinu lakari en efni standa, til.

Í fimmta sæti kemur svo Arni Finnsson með 4 vinninga. Árni hefur ekki teflt mikið í mótum, og var því minnst þekktur af keppendunum fyrir mótið. Má því segja, að frammistaða hans hafi komið mönnum nokkuð á óvart.

Í 6.-7. sæti urðu Jón Pálsson og Kári Sólmundarson með 3 1/2 v. hvor. Þeir eru báðir liðtækir skákmenn og hafa þeir oft náð betri árangri en í þetta sinn.
Sigurgeir Gíslason varð 8. með 3 v. Sigurgeir er þekktastur þeirra Hafnfirðinga og hefur meðal annars tvívegis teflt í íslenzku skáksveitinni á Olympiumótum. – Er því frammistaða Sigurgeirs í mótinu ekki eins góð og við hefði mátt búast. En veikindi, er Sigurgeir hefur átt við að stríða að undanförnu, eiga hér að líkindum stóran hlut að máli.

Í 9.-10. sæti koma svo Jón Kristjánsson og Stígur Herlufsen með 1 1/2 v. Hafa þeir báðir áður náð betri árangri en þeir gerðu í móti þessu.

Mótsstjóri var Ólafur Stephensen. Um mótið í heild má segja, að það hafi farið vel fram í alla staði, og Taflfélagi Hafnarfjarðar til mikils sóma.

Árni Finnsson.

1957: Benkö-mótið

Árangur Friðriks og vinningshlutfall
Nafn Titill Land 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Vinn. Prósenta
1 Pal Benkö AM Hungary x ½ 1 1 1 ½ 1 1 1 1 8 89%
2 Friðrik Ólafsson AM Iceland ½ x ½ ½ 1 1 1 1 1 1 7,5 83%
3 Herman Pilnik SM Argentina 0 ½ x 1 1 1 1 1 1 1 7,5 83%
4 Ingi R. Jóhannsson Iceland 0 ½ 0 x 1 0 ½ 1 1 1 5 56%
5 Árni Finnsson Iceland 0 0 0 0 x 1 1 1 ½ ½ 4 44%
6 Jón Pálsson Iceland ½ 0 0 1 0 x ½ ½ 0 1 3,5 39%
7 Kári Sólmundarson Iceland 0 0 0 ½ 0 ½ x ½ 1 1 3,5 39%
8 Sigurgeir Gíslason Iceland 0 0 0 0 0 ½ ½ x 1 1 3 33%
9 Jón Kristjánsson Iceland 0 0 0 0 ½ 1 0 0 x 0 1,5 17%
10 Stígur Herlufsen Iceland 0 0 0 0 ½ 0 0 0 1 x 1,5 17%
Vinningshlutall 83%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu
vantar skakir