1969: 31. alþjóðlega Hoogovens skákmótið í Wijk aan Zee

Góður árangur Friðriks: Aðeins vinningi á eftir Botvinnik og Geller

 

Morgunblaðið 11. febrúar 1969.

Friðrik Ólafsson er kominn heim eftir frækna för til Hollands, þar sem hann varð fimmti á skákmótinu í Beverwijk, svo sem kunnugt er, en ekki munaði nema einum vinningi á honum og sigurvegurunum; þeim Botvinnik og Geller. Morgunblaðið hafði samband við Friðrik og kvaðst hann vera nokkuð ánægður með útkomuna.

Mikail Botvinnik (1911-1995) varð þrisvar heimsmeistari. Þeir Friðrik mættust aðeins einu sinni og þá bauð sovéski jöfurinn jafntefli eftir 13 leiki.
Mikail Botvinnik (1911-1995) varð þrisvar heimsmeistari. Þeir Friðrik mættust aðeins einu sinni og þá bauð sovéski jöfurinn jafntefli eftir 13 leiki.

Í síðustu umferð mótsins tefldi Friðrik við Botvinnik, fyrrverandi heimsmeistara, og lauk þeirri skák með jafntefli eftir 13 leiki. Þetta var fyrsta skák þeirra kappanna og spurðum við Friðrik um hana.

„Jú, ég var alveg laus við ótta, þegar við settumst að skákinni,“ sagði Friðrik og hló við.

„Ég var hálft í hvoru að vona, að Botvinnik myndi tefla til vinnings, en svo kom hann mér í hálfgerðan bobba með að bjóða jafntefli eftir 13 leiki. Þar með þurfti ég að taka ákvörðun og mér fundust aðstæður ekki þesslegar, að það hefði neitt upp á sig að hafna boði hans. Að vísu var ég kominn með frjálsari stöðu að mörgu leyti, en staða Botvinniks var föst fyrir og enga veikleika í henni að finna. Svo ég ákvað að hætta ekki á neitt.“

Hver var þín skemmtilegasta skák að þínum dómi?

,,Ja, ég tefldi margar skemmtilegar skákir þarna. Skákin við Kavalek í fyrstu umferð var mjög góð; stutt og áhrifamikil og einnig skákin við Portisch í annarri umferð. En sumar jafnteflisskák irnar voru líka anzi skemmti legar, t.d. við Ree.“

En hvaða skák ertu óánægðastur með?

,,Ég hlýt að vera óánægður með tapið gegn Doda. Í þeirri skák lokaðist ég alveg og lék henni út úr höndunum á mér.“

Fékkstu einhver verðlaun?

,,Já. Það voru verðlaun alveg ofan í áttunda sæti. Þetta mót er dálítið sérstakt að því leyti, að það eru miklar stálverksmiðjur þarna, sem halda það, og var teflt í mörgum flokkum, auk meistaraflokksins. “

Hvað er svo næst?

,,Ég reikna með því, að ég taki þátt í næsta svæðismóti fyrir heimsmeistarakeppnina. Enn er óákveðið, hvenær og hvar það mót verður en sem stendur er helzt talað um Rúmeníu og Austurríki í því sambandi.“

Hefur þú fengið boð um að taka þátt í eirahverjum mófcum þar fyrir utan?

,,Ég er alltaf að fá boð en get auðvitað ekki þegið þau öll. Ég hef mína atvinnu utan skákarinnar og verð að sinna henni.“

Hefur þér aldrei flogið í hug að lifa af skákinni?

,,Nei. Ég hef ekki talið hana æskilegan grundvöll að lífsstarfi sagði stórmeistarinn Ólafsson að lokum.“

1969: 31. alþjóðlega Hoogovens skákmótið í Wijk aan Zee

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

1969_hoogovens_tafla

Vinningshlutall 63%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu