1977: Afmælismót Skáksambands Þýskalands í Bad Lautenberg

Karpov kom, sá og gjörsigraði!

 

Anatoly Karpov
Anatoly Karpov

Anatoly Karpov vann yfirburðasigur á hinu á mjög sterku móti sem haldið var til að fagna 100 ára afmæli þýska skáksambandsins. Hinn 26 ára gamli heimsmeistari tefldi nú í fyrsta skipti á þýskri grund og fékk 12 vinninga af 15 mögulegum, og var heilum tveimur vinningum á undan jafnaldra sínum frá Hollandi, Jan Timman.

Karpov var útnefndur heimsmeistari árið 1975, þegar Bobby Fischer neitaði að mæta til leiks í einvígi og verja titil sinn. Rússinn ungi hefur að undanförnu sýnt að hann er verðugur heimsmeistari, og sigurinn í Genf undirstrikar það rækilega.

Karpov komst raunar í krappan dans á mótinu, einkum gegn Ungverjanum Csom sem náði yfirburðastöðu, en lék henni niður í tap með herfilegum afleik. Sögusagnir fóru samstundis á kreik um að brögð hefðu verið í því tafli, en sigur Karpovs á mótinu var eigi að síður ótvíræðru og sögulegur.

Friðrik Ólafsson hafnaði í 5. sæti með 8 vinninga af 15 mögulegum. Friðrik vann tvær skákir á mótinu og tapaði aðeins einni. Hann gerði jafntefli við Karpov í mikilli baráttuskák, en tapaði í kjölfarið mjög óvænt fyrir Þjóðverjanum Mathias Gerusel, sem hafnaði næstneðsta sæti.

Jafnteflisvofan gekk annars ljósum logum á mótinu. Andersson gerði þannig 14 jafntefli í 15 skákum, Friðrik og Csom 12 og Sosonko 11. Helsta skýringin var sú, að dagskráin var mjög þétt og aðeins einn frídagur, og því urðu meistararnir að spara kraftana. Sjálfur sagði Friðrik í blaðaviðtali skömmu síðar að svo þétt dagskrá væri ,,geggjun“.

1977: Afmælismót Skáksambands Þýskalands í Bad Lautenberg

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

1977_afmaelismot_tafla

Vinningshlutall 53%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu